Frístundaheimilið Krakkadalur er starfrækt fyrir börn í 3.-4.bekk í báðum grunnskólum Akraneskaupstaðar.
Opnunartími er frá því að skóladegi barns lýkur og til 16:15.
Opið er skv. skóladagatali.
Foreldrum gefst kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins en í samræmi við gildandi reglur fyrir frístund á Akranesi.
Nánari upplýsingar má nálgast á netfangið fristund@akraneskaupstadur.is eða í síma 433 1252