Salaleiga - Þorpið

Í Frístundamiðstöðinni er góður salur sem hentar undir allskonar viðburði.

Salurinn er útbúinn skjávarpa, hljóðkerfi, ljósabúnaði, stólum og borðum, aðgengi að tómstundabúnaði og eldhúsaðstöðu.

Við leigjum salinn út undir fermingar og stórafmæli - en einnig er hægt að óska eftir því að halda viðburði í salnum.

Við leigum salinn út undir gistingu íþróttafélaga í keppnis- og æfingaferðum á Akranesi.

Við lánum salinn til foreldrafélaga undir skemmtanir, fræðslur, hittinga, etc þeim að kostnaðarlausu.

Einnig stendur félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum kostur á því að gista í Þorpinu sér að kostnaðarlausu.

ATH! Salurinn er ekki leigður út fyrir barnaafmæli.

Bóka þarf salaleigu/útlán í gegnum bókunarvefinn hér að neðan;

SALALEIGA - ÞORPIÐ

Hægt er að fá salinn leigðan/lánaðan á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl.17:00-19:00 og um helgar eftir samkomulagi.