Um Þorpið

Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir og er megináherslan lögð á barna- og unglingastarf. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þorpið leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf þar sem lögð er áhersla á forvarnir. Í gegnum þetta starf er börnum og ungmennum beint inn á braut heilbrigðis og jákvæðs lífernis. Þorpið leggur metnað sinn í að veita faglega og umfangsmikla þjónustu og vinnur í nánu samstarfi við börn og ungmenni, foreldra og frjáls félagasamtök. Markmið Þorpsins er að vera opin fyrir nýungum og breytingum í starfseminni á hverjum tíma. Mikilvægt er að mæta þörfum hvers og eins og miða starfsemina út frá þörfum samfélagsins hverju sinni.

Innan veggja Þorpsins eru starfrækar eftirfarandi starfseiningar:

  • Hvíta húsið, ungmennahús fyrir (16 - 25 ára)
  • Arnardalur, félagsmiðstöð fyrir (10 - 15 ára)
  • Krakkadalur, frístundaheimili (8 - 9 ára)

 

Skrifstofa æskulýðs- og forvarnamála sér um starfsemi Þorpins og hefur aðsetur að Þjóðbraut 13.
Símanúmer frístundamiðstöðvarinnar;
- Skrifstofa 433-1250
- Krakkadalur 433-1252

Forstöðumaður Þorpsins er Ívar Orri Kristjánsson og deildarstjórar eru þau Ársæll Rafn Erlingsson og Elísabet Sveinbjörnsdóttir.