Barnaþing Akraness

Hið árlega Barnaþing Akraness fór fram í Þorpinu dagana 11.-13.nóvember.
 
Þar komu saman fulltrúar úr 5. - 10. bekkjum grunnskólanna á Akranesi og ræddu mál sem varða börn og ungmenni bæjarins.
 
Borðstjórn var í höndum fulltrúa úr ungmennaráði og munu niðurstöður frá barnaþingi vera nýttar til undirbúnings ungmennaráðs fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins (BUF) sem verður haldin snemma næsta árs.
 
Að venju voru líflegar umræður á barnaþinginu og hafa krakkarnir á Skaganum margt til málanna að leggja varðandi hvernig hægt er að gera bæinn okkar barnvænni og skemmtilegri.
 
Það koma margar hendur að Barnaþinginu og ásamt Ungmennaráði að þá koma ritarar úr nemendahópi Fjölbrautarskólans Vesturlands á Akranesi.
Starfsmenn Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Þorpsins sjá síðan um praktísk atriði svo fulltrúar ungmennaráðs geti einbeitt sér að mikilvægasta hlutanum, sem er að eiga samtal við börn og ungmenni á Akranesi.
 
Barnaþingið er fastur liður í barnalýðræði á Akranesi og fékk sjónvarpsþátturinn Landinn á Rúv að kíkja í heimsókn á síðasta degi þingsins og gerðu skemmtilegt innslag sem við hvetjum öll til þess að horfa á.

Hlekkur á Landann