Jólabingó Arnardalsráðs

Jólabingó Arnardalsráðs fór fram í sal Arnardals í gær.

Bingóið hefur verið fastur liður í félagsmiðstöðvastarfinu sl. áratugi og varð engin breyting þar á þessu ári.

Spilað var í tveimur hollum, það fyrra fyrir börn í A567 (10-12 ára) og það seinna fyrir unglingana í Arnardal (13-15 ára).

Arnardalsráð sér um undirbúning og framkvæmd þessa viðburðar og söfnuðu þau vinningum, seldu spjöld, sáu um bingóstjórn, bökuðu vöfflur, hrærðu í heitt súkkulaði og sáu um sölu á herlegheitunum.

Úr varð hin mesta skemmtun. Þátttakendur mættu með skýr markmið - en eins og oftast í þessum skemmtilega leik að þá var einungis lítill hluti þeirra sem tóku þátt sem uppfylltu þau markmið sín.

Unglingarnir í Arnardalsráði vilja koma kærum þökkum til fyrirtækjanna sem styrktu bingóið og til allra þeirra sem lögðu leið sína upp í félagsmiðstöð til þess að taka þátt.