Nýtt starfsár í félagsmiðstöðinni

Félagsmiðstöðin Arnardalur opnar dyr sínar að nýju í kvöld, þriðjudaginn 2.september.
Í kvöld bjóðum við 8.bekk velkomin með „8.BEKKJAR OPNUN“.

Starf Arnardals er fyrir öll börn á aldrinum 13-15 ára á Akranesi og fer starfssemi fram í Þorpinu – Frístundamiðstöð, Þjóðbraut 13 (2.hæð).

Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, reynslunám, félagsfærni, sjálfstyrkingu, samfélagslega virkni lýðræði og þátttöku.

Í öllu okkar starfi er tekin skýr afstaða gegn neyslu áfengis, níkótíns og annara vímuefna sem og ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist.

Félagsmiðstöðvar eru vettvangur ungs fólks til þess að takast á við skemmtileg viðfangsefni, sinna áhugamálum, koma hugmyndum sínum í framkvæmd og þjálfa félagsfærni í öruggu umhverfi.

 

Opnunartími Arnardals

  • Þriðjudagur 19:30 – 22:00
  • Miðvikudagur 19:30 – 22:00
  • Föstudagur 19:30 – 22:00

 

Húsfélag Arnardals

  • Öllum börnum í 8.-10.bekk stendur til boða að skrá sig í Húsfélag Arnardals.
    Það er félag sem hefur þann tilgang að halda utan um mætingu í félagsmiðstöðina.
    Eftir að hafa skráð sig í félagið er hægt að láta merkja við sig og safnar maður „Mætingastigum“.
    Mætingastigin nýtast síðar í vetur sem forgangur í miðasölur á stærri viðburði t.d. Æskulýðsballið í Borgarnesi, SamVest og SamFesting Samfés í lok skólaárs.

Hægt er að fylgjast með öllu okkar starfi á samfélagsmiðlum Arnardals;
Instagram: @ arnardalur
Facebook: @ arnardalurinn
TikTok: @ arnardalur

 

Hægt er að hafa samband við okkur ef það vakna upp einhverjar spurningar,