Róbert á Rímnaflæði

Róbert Kári á sviðinu í Fellahelli, Fellaskóla
Róbert Kári á sviðinu í Fellahelli, Fellaskóla

Rímnaflæði 2025, rappkeppni unga fólksins, var haldin föstudaginn 21.nóvember í Fellahelli, Fellaskóla.
Róbert Kári Örnólfsson keppti fyrir hönd Arnardals með lagið "Morale", en lagið er frumsamið af Róberti sjálfum.

Rímnaflæði var fyrst haldin í Miðbergi árið 1999. Keppnin hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar af landinu.
Hefur keppnin skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra hæfileika í laga- og textasmíð. Keppendur í Rímnaflæði verða að vera á grunnskóla aldri (8.-10.bekk). Skilyrði er að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin.
Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref á sviði í þessari keppni.

Þetta er í annað sinn sem Róbert Kári keppir í Rímnaflæði, en hann og Magnús Ingi Sigfússon kepptu saman árið 2024.

Róbert var ekki eini fulltrúi Arnardals á Rímnaflæði í ár, en Tinna Björg Jónsdóttir var með atriði á keppninni í ár ásamt danshópi sem hún er hluti af. Danshópurinn tók þátt fyrir hönd Arnardals í Danskeppni Samfés á síðasta skólaári og sigraði keppnina með glæsibrag.