Ársæll og Linda handsala lyklavöldin.
Ársæll Rafn er á leið í árs leyfi og heldur á vit nýrra ævintýra í Reykjavík. Ársæll hefur skipað stóran sess í starfssemi Þorpsins síðan 2017 og unnið þvert á alla starfssemi okkar. Síðan 2022 hefur Ársæll starfað sem deildarstjóri stoðþjónustu og undir hans forystu hefur þjónusta við börn og ungmenni vaxið og dafnað.
Linda Ósk mun leysa hans stöðu skólaárið 2025/26 og erum við gífurlega lukkuleg að fá hana inn í stjórnendateymi Þorpsins.
Linda hefur unnið sem frístundaleiðbeinandi í Þorpinu síðan 2020 þannig hún þekkir vel til.
Við þökkum Ársæli fyrir hans frábæra framlag í þágu barna og ungmenna á Akranesi síðustu ár og óskum honum velfarnaðar í leik og starfi í ævintýraför hans.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Ársæl og Lindu handsala lyklavöldin.